Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
banner
   mið 19. október 2022 20:26
Ívan Guðjón Baldursson
England: Nunez og Alisson tryggðu sigur - Markalaust hjá Chelsea
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Fjórum fyrstu leikjum kvöldsins er lokið í ensku úrvalsdeildinni þar sem Darwin Nunez gerði sigurmark Liverpool gegn West Ham United.


Nunez, sem átti einnig skot í stöng, gerði eina mark leiksins með frábærum skalla eftir fyrirgjöf frá Kostas Tsimikas í fyrri hálfleik.

Liverpool stjórnaði ferðinni en Hamrarnir voru á lífi allt til leiksloka. Besta færi gestanna kom undir lok fyrri hálfleiks þegar Jarrod Bowen steig á vítapunktinn en Alisson Becker varði meistaralega frá honum.

Hamrarnir fengu dauðafæri í síðari hálfleik en Alisson stóð vaktina vel og bjargaði sínum mönnum.

Liverpool er í sjöunda sæti með 16 stig eftir 10 umferðir á meðan West Ham er með 11 stig eftir 11 umferðir.

Liverpool 1 - 0 West Ham
1-0 Darwin Nunez ('22)

Chelsea gerði þá markalaust jafntefli á útivelli gegn Brentford er liðin mættust í Lundúnaslag. Graham Potter gerði margar breytingar á byrjunarliðinu eins og vanalega en leikurinn var nokkuð jafn.

Conor Gallagher meiddist eftir 15 mínútur og kom Mateo Kovacic inn í hans stað en lítið marktækt gerðist í leiknum. Bæði lið fengu fín færi til að gera sigurmarkið en inn vildi boltinn ekki.

Chelsea er í fjórða sæti eftir jafnteflið, með 20 stig eftir 10 umferðir, á meðan Brentford er með 14 stig eftir 11 umferðir.

Brentford 0 - 0 Chelsea

Miguel Almiron gerði glæsilegt sigurmark er Newcastle lagði Everton á heimavelli. Newcastle stjórnaði ferðinni en tókst ekki að gera út um leikinn gegn arfaslökum gestum.

Everton átti aðeins eina marktilraun í leiknum en hún hæfði ekki markrammann og sanngjarn sigur Newcastle, sem hefði getað verið stærri, staðreynd.

Newcastle er í fimmta sæti eftir sigurinn, með 18 stig eftir 11 umferðir. Everton er með 10 stig.

Newcastle 1 - 0 Everton
1-0 Miguel Almiron ('31)

Ralph Hasenhüttl þraukar þá enn í starfi hjá Southampton eftir að lærisveinum hans tókst að leggja Bournemouth að velli.

Che Adams gerði eina mark leiksins á níundu mínútu eftir undirbúning frá franska bakverðinum Romain Perraud.

Heimamenn í Bournemouth voru sterkari aðilinn og óheppnir að skora ekki en Southampton fer upp í 11 stig með sigrinum. Bournemouth er með 13 stig. 

Bournemouth 0 - 1 Southampton
0-1 Che Adams ('9)


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 10 8 1 1 18 3 +15 25
2 Man City 10 6 1 3 20 8 +12 19
3 Liverpool 10 6 0 4 18 14 +4 18
4 Sunderland 10 5 3 2 12 8 +4 18
5 Bournemouth 10 5 3 2 17 14 +3 18
6 Tottenham 10 5 2 3 17 8 +9 17
7 Chelsea 10 5 2 3 18 11 +7 17
8 Man Utd 10 5 2 3 17 16 +1 17
9 Crystal Palace 10 4 4 2 14 9 +5 16
10 Brighton 10 4 3 3 17 15 +2 15
11 Aston Villa 10 4 3 3 9 10 -1 15
12 Brentford 10 4 1 5 14 16 -2 13
13 Newcastle 10 3 3 4 10 11 -1 12
14 Everton 10 3 3 4 10 13 -3 12
15 Fulham 10 3 2 5 12 14 -2 11
16 Leeds 10 3 2 5 9 17 -8 11
17 Burnley 10 3 1 6 12 19 -7 10
18 West Ham 10 2 1 7 10 21 -11 7
19 Nott. Forest 10 1 3 6 7 19 -12 6
20 Wolves 10 0 2 8 7 22 -15 2
Athugasemdir
banner