
Núna er í gangi stórleikur Bayern München og Rosengård í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu.
Cecilía Rán Rúnarsdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir leika með Bayern og í liði Rosengård er Guðrún Arnardóttir.
Landsliðsmiðverðirnir Glódís og Guðrún eru í byrjunarliðum sinna liða í þessum leik.
Það eru um 20 mínútur liðnar af þessum leik þegar fréttin er skrifuð en það er hægt að fylgjast með honum í beinni útsendingu í gegnum Youtube hér fyrir neðan.
Allir leikirnir í Meistaradeildinni eru sýndir frítt á Youtube en dagurinn í dag er fyrsti leikdagur í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Einnig er hægt horfa frítt á leik Zürich og Juventus en þar er landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir í byrjunarliði Juventus.
miðvikudagur 19. október
16:45 Zürich - Juventus
16:45 Bayern - Rosengård
19:00 Lyon - Arsenal
19:00 Barcelona - Benfica
Athugasemdir