
Freyr Alexandersson, þjálfari Lyngby í Danmörku, var gestur í hlaðvarpinu Chess After Dark á dögunum.
Freyr er fyrrum þjálfari kvennalandsliðsins og talaði hann meðal annars um þann tíma í þættinum.
Hann talaði sérstaklega um Margréti Láru Viðarsdóttur, markadrottningu, í þættinum. Hann sagði að Margrét hefði getað orðið ein af fimm bestu fótboltakonum heims ef hún hefði sloppið við meiðsli á sínum ferli.
„Ef hún hefði ekki meiðst, þá hefði hún verið topp fimm leikmaður í heiminum," sagði Freyr. „Hún var nálægt því áður en hún meiðist... hún hefði verið það í tíu ár."
„Enginn leikmaður í kvennafótboltanum er með betri leikskilning en hún. Hún er mest 'professional' íþróttamaður sem ég hef verið í kringum. Ég gæti talað um hana endalaust."
Margrét Lára er ein besta fótboltakona í sögu Íslands. Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á þáttinn í heild sinni þar sem Freyr fer um víðan völl.
Athugasemdir