Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 19. nóvember 2019 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Fyrsti titlalausi áratugur Tottenham í 70 ár
Mynd: Getty Images
Tottenham getur ekki unnið titil á árinu og því verður þetta fyrsti titlalausi áratugur félagsins síðan 1940-1949.

Tottenham og Manchester United voru einu ensku félögin sem höfðu unnið stóra keppni á hverjum áratugi eftir seinni heimsstyrjöldina en nú standa Rauðu djöflarnir einir eftir.

Tottenham vann meðal annars efstu deild 1951 og 1961, deildabikarinn 1971 og 1973, FA bikarinn 1981 og 1991 og svo aftur deildabikarinn 2008.

Tottenham hefur ekki unnið titil síðan 2008 og er þetta lengsti tími sem félagið hefur verið án titils síðan 1950.
Athugasemdir
banner
banner