Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 20. janúar 2023 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Karitas verður með Blikum í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik tilkynnti í dag að Karitas Tómasdóttir væri búinn að skrifa undir framlengingu á samningi sínum við félagið.

Karitas á að baki 65 leiki fyrir Breiðablik og hefur í þeim skorað tuttugu mörk. Hún var valin leikmaður ársins hjá félaginu á síðasta tímabili og var í liði ársins.

Miðjumaðurinn kom frá Selfossi fyrir tímabilið 2021 og á að baki níu A-landsleiki. Hún var í nóvember valin á landsliðsæfingar þar sem valdir leikmenn úr íslensku deildunum komu saman.

Einhverjar sögusagnir voru um það að Karitas væri mögulega á förum frá Breiðabliki eftir að samningur hennar rann út eftir síðasta tímabil en hún ætlar sér að taka eitt tímabil til viðbótar hjá Breiðabliki, hið minnsta.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner