Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   þri 20. febrúar 2024 22:43
Brynjar Ingi Erluson
„Haaland er besti leikmaður heims“
Oscar Bobb hrósar Haaland í hástert
Oscar Bobb hrósar Haaland í hástert
Mynd: Getty Images
Oscar Bobb, leikmaður Manchester City, hrósaði samlanda sínum Erling Braut Haaland í hástert eftir 1-0 sigurinn á Brentford á Etihad-leikvanginum í kvöld.

Bobb, sem er tuttugu ára gamall, var í byrjunarliði Man City og var nálægt því að skora í fyrri hálfleiknum en Ben Mee bjargaði á línu.

Haaland gerði eina mark leiksins tuttugu mínútum fyrir leikslok og þar við sat.

„Við vorum að mæta mjög góðu liði og fengum góð færi sem við vanalega skorum úr. Þetta var erfiður andstæðingur,“ sagði Bobb.

„Hann er besti leikmaður heims. Hann er aðeins þremur árum eldri en ég en það er alger bilun að vera að spila með einum af þeim allra bestu,“ sagði Bobb enn fremur.

Þetta var fyrsti byrjunarliðsleikur Bobb í úrvalsdeildinni og var hann sáttur með eigið framlag.

„Það var frábært. Annað skref og ég er ánægður með sigurinn.“

Bobb segir leikmenn hafa mikla trú og að hann sé umkringdur leikmönnum sem þekkja þessa baráttu betur en flestir.

„Að vera með leikmönnum sem hafa verið þarna og afrekað þetta þá gæti ég ekki verið umkringdur betri leikmönnum og betri anda,“ sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner