fös 20. mars 2020 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ætluðu að láta EM 2021 heita EM 2020
Mynd: Getty Images
Tilkynnt var í vikunni að EM 2020 yrði frestað til næsta árs. Mótið á að hefjast 11. júní 2021 og því á að ljúka 11. júlí.

Í dag barst svo tilkynning frá UEFA sem sagði að mótið myndi áfram bera heitið UEFA EURO 2020 þrátt fyrir að vera spilað á næsta ári.

Þetta vakti mikla gagnrýni meðal fótboltaáhugamanna á Twitter og ekki leið á löngu þar til UEFA eyddi fyrri færslunni út og tók skref til baka.

„Það hefur engin endanleg ákvörðun verið tekin varðandi opinbert nafn Evrópumótsins sem fer fram 2021," segir í yfirlýsingunni.

„Við biðjumst afsökunar vegna tístsins sem var birt fyrr í dag fyrir mistök."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner