Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 20. mars 2020 22:30
Ívan Guðjón Baldursson
Richarlison, Mustafi og Saint-Maximin í liði ársins
Mynd: Getty Images
WhoScored heldur uppi víðamikilli tölfræði úr fótboltaleikjum og gefur leikmönnum einkunnir útfrá tölfræði hvers leiks.

Síðan er búin að gefa út lið ársins í ensku úrvalsdeildinni þar sem leikmenn með hæstu meðaleinkunnir í hverri stöðu fá sæti í liðinu. Leikmenn verða að vera búnir að spila minnst fimm úrvalsdeildarleiki á árinu.

Útkoman er ansi áhugaverð þar sem aðeins þrír leikmenn Liverpool eru í liðinu. Tottenham, Leicester, Arsenal, Chelsea, Man Utd, Man City, Everton og Newcastle eiga hvert sinn fulltrúa.

Portúgalski snillingurinn Bruno Fernandes er með hæstu meðaleinkunn allra í liðinu og er Jordan Henderson næsthæstur. Þar á eftir koma Kevin De Bruyne og Mohamed Salah.

Richarlison og Shkodran Mustafi eru einnig í úrvalsliðinu ásamt Allan Saint-Maximin.

Markvörður
Hugo Lloris (Tottenham) - 7,27

Varnarmenn
Ricardo Pereira (Leicester) - 7,38
Shkodran Mustafi (Arsenal) - 7,50
Virgil van Dijk (Liverpool) - 7,48
Cesar Azpilicueta (Chelsea) - 7,34

Miðjumenn:
Bruno Fernandes (Man Utd) - 7,82
Jordan Henderson (Liverpool) - 7,76
Kevin De Bruyne (Man City) - 7,67

Framherjar:
Mohamed Salah (Liverpool) - 7,67
Richarlison (Everton) - 7,59
Allan Saint-Maximin (Newcastle) - 7,40
Athugasemdir
banner
banner