Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fös 20. mars 2020 20:30
Ívan Guðjón Baldursson
Zaha opnar íbúðir sínar fyrir heilbrigðisstarfsfólk
Mynd: Getty Images
Wilfried Zaha, eftirsóttur framherji Crystal Palace, veitir heilbrigðisstarfsfólki lið í baráttunni gegn útbreiðslu kórónaveirunnar í London.

Zaha er meðeigandi í fasteignafyrirtækinu ZO Properties og veitir hann læknum og hjúkrunarfræðingum frítt húsnæði þessa dagana.

Í frétt Mirror segir að fyrirtækið eigi um 50 íbúðir í London sem gætu komið sér afar vel fyrir starfsfólk í heilbrigðisgeiranum. Íbúðirnar eru ýmist eins til þriggja herbergja og staðsettar víðsvegar um borgina.

Fyrirtækið á einnig íbúðir í Mílanó og Dúbaí en ekki er tekið fram hvort þær muni vera nýttar til að hýsa heilbrigðisstarfsfólk.

„Ef það er eitthvað sem við getum gert til að hjálpa þá verðum við að gera það. Allir sem geta aðstoðað þurfa að leggja sitt af mörkum. Allir sem eru með tómt herbergi í London verða að hjálpa til," sagði Obi Williams í viðtali við Standard.

Wilfried Zaha birti færslu á Twitter þar sem hann bað heilbrigðisstarfsfólk um að senda sér skilaboð.

Þetta er ekki ósvipað því sem Gary Neville og Ryan Giggs gerðu þegar þeir veittu heilbrigðisstarfsfólki frían aðgang að hótelum sínum.
Athugasemdir
banner
banner
banner