Branthwaite, Zirkzee og Olise til Man Utd? - Potter til Hollands - Nunez til Barca og Osimhen til Chelsea
   þri 20. apríl 2021 20:58
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Styrktaraðili Liverpool slítur samstarfi við félagið
Mynd: Getty Images
Svissneski úrframleiðandinn Tribus tilkynnti í kvöld að fyrirtækið hafi slitið samstarfi sínu við Liverpool. Framleiðandinn var einn af styrktaraðilum félagsins.

„Tribus getur ekki stutt eigendur félagsins í þeim áformum sínum að búa til nýja deild, Ofurdeildina," segir í tilkynningu Tribus í kvöld.

„Við ætlum því að hætta samstarfinu. Fótboltinn tilheyrir stuðningsmönnum og sameinar okkur öll. Það var aldrei í áætlunum íþróttarinnar að einungis fáir myndu hagnast," segir ennfremur í tilkynningunni.

Manchester City, eitt af félögunum tólf á bakvið Ofurdeildina, hefur þegar gefið það út opinberlega að félagið ætli sér að draga sig úr öllum áformum er varða deildina. Liverpool er eitt hinna ellefu og ekkert hefur heyrst opinberlega frá félaginu eftir tíðindi dagsins.


Athugasemdir
banner
banner
banner