Man Utd reynir við Branthwaite - Slot hefur áhuga á Watkins - Sesko efstur á blaði Arsenal
   lau 20. apríl 2024 17:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Kompany um Muric: Þurfum að standa við bakið á leikmönnunum
Mynd: EPA

Arijanet Muric markvörður Burnley steig vel upp í dag þegar liðið lagði Sheffield United.


Muric hefur verið harðlega gagnrýndur eftir að hafa orðið sekur um slæm mistök í síðustu tveimur leikjum liðsins.

Vincent Kompany stjóri Burnley hrósaði honum í hástert fyrir frammistöðu sína í dag.

„Hann hefur átt góðar vörslur í hverjum einasta leik. Það er ekki möguleiki fyrir okkur að standa ekki við bakið á leikmönnunum okkar. Við höfum verið mjög berskjaldaðir, við verðum að standa við bakið á þeim leikmönnum sem við höfum. Hann gerði gæfumuninn í dag," sagði Kompany.


Athugasemdir
banner
banner
banner