Man Utd reynir við Branthwaite - Slot hefur áhuga á Watkins - Sesko efstur á blaði Arsenal
   lau 20. apríl 2024 14:14
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Meistaradeild kvenna: Barcelona tapaði fyrsta heimaleiknum í fimm ár
Erin Cuthbert
Erin Cuthbert
Mynd: Getty Images

Barcelona W 0 - 1 Chelsea W
0-1 Erin Cuthbert ('40 )


Chelsea vann ansi óvæntan og mikilvægan sigur á Barcelona í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í dag.

Barcelona er ríkjandi Evrópumeistari og hafði ekki tapað á heimavelli síðan í febrúar árið 2019 áður en kom að leiknum í dag.

Heimakonur voru mun meira með boltann en Chelsea beitti hættulegum skyndisóknum. Eina mark leiksins kom eftir eina slíka og það var Erin Cuthbert sem kláraði sóknina og tryggði liðinu sigur.

Síðari leikur liðanna fer fram í Lundúnum eftir slétta viku.


Athugasemdir
banner
banner
banner