Man Utd reynir við Branthwaite - Slot hefur áhuga á Watkins - Sesko efstur á blaði Arsenal
   lau 20. apríl 2024 15:05
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sheff Utd að undirbúa sig fyrir næstu leiktíð - „Championship varnarleikur"
Mynd: Getty Images

Sheffield United er búið að grafa sig ofan í ansi djúpa holu en liðið er tveimur mörkum undir í hálfleik gegn Burnley.


Liðið er tíu stigum frá öruggu sæti eins og staðan er þegar fimm leikir eru eftir.

Mörkin sem liðið fékk á sig í dag voru ansi klaufaleg en í útsendingu BBC var talað um að hreinlega að undirbúa sig fyrir næsta tímabil í Championship deildinni og væri að sýna 'Championship varnarleik'.

Aðeins tvær mínútur voru á milli markanna undir lok fyrri hálfleiks en varnarleikur Sheffield var í molum.

„Boltinn skýst upp í loftið af markverðinum, þetta er lélegt. Þú varst að fá á þig mark, það síðasta sem þú vilt er að fá á þig annað mark. Bakkaðu og vertu ákveðinn," sagði Glenn Murray í útsendingu BBC.

Sjáðu fyrra mark Burnley
Sjáðu seinna mark Burnley


Athugasemdir
banner
banner
banner