Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 20. maí 2019 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Karamoko Dembele lék sinn fyrsta leik fyrir Celtic
Mynd: Getty Images
Karamoko Dembele lék í gær sinn fyrsta keppnisleik með aðalliði Celtic í Skotlandi, aðeins 16 ára og 86 daga að aldri.

Fyrsta fréttin um þennan dreng hér á Fótbolta.net er frá árinu 2016 þegar hann var aðeins 13 ára. Þá spilaði hann með U20 liði Celtic. Smelltu hér til að lesa fréttina.

Karamoko hefur þróað leik sinn síðan þá og í gær kom hann inn á sem varamaður í hálfleik þegar Celtic vann 2-1 sigur á Hearts í lokaumferð skosku úrvalsdeildarinnar. Celtic var búið að tryggja sér meistaratitlinn fyrir leikinn.

Hann fékk góðar móttökur frá stuðningsmönnum og sýndi flotta takta í leiknum.

„Hann er þannig leikmaður sem við viljum hafa hjá Celtic," sagði Neil Lennon, stjóri Celtic, um Dembele eftir leikinn í gær.

Klárlega leikmaður sem vert er að fylgjast með í framtíðinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner