mán 20. maí 2019 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Látinn fara frá Betis eftir sigur á Real Madrid
Mynd: Getty Images
Real Betis vann 2-0 sigur á Real Madrid í lokaumferð spænsku úrvalsdeildarinnar í gær.

Eftir leikinn var það tilkynnt að þjálfari Betis, Quique Setien, myndi ekki halda áfram með liðið.

„Real Betis og Quique Setien hafa komist að þeirri niðurstöðu að þjálfarinn muni ekki halda áfram á næstu leiktíð," sagði í yfirlýsingu frá félaginu eftir sigurinn á Real Madrid.

Setien var að klára sitt annað tímabil sem þjálfari Betis. Á fyrsta tímabilinu tókst hann að koma liðinu í Evrópudeildina. Á þessu tímabili gekk ekki eins vel og endaði Betis í tíunda sæti spænsku úrvalsdeildarinnar.

Á samfélagsmiðlum eru stuðningsmenn Barcelona margir hverjir spenntir fyrir því að fá Setien sem nýjan stjóra Barcelona. Ekki ríkir mikil ánægja með Ernesto Valverde þrátt fyrir deildarmeistaratitil og mögulega bikarmeistaratitil á þessu tímabili.

Setien er sextugur og er Betis líklega stærsta félagið sem hann hefur starfað fyrir á þjálfaraferli sínum.











Athugasemdir
banner
banner
banner