Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 20. maí 2020 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bayern og Barcelona á eftir bakverði Ajax
Sergino Dest.
Sergino Dest.
Mynd: Getty Images
Umboðsmaður Sergino Dest, hægri bakvarðar Ajax í Hollandi, staðfestir að Barcelona og Bayern München hafi áhuga á skjólstæðingi sínum.

Dest, sem er landsliðsmaður Bandaríkjana, kom upp úr hinni frægu akademíu Ajax, en á þessari leiktíð spilaði hann 32 leiki með aðalliði félagsins áður en keppni í hollensku úrvalsdeildinni var hætt vegna kórónuveirufaraldursins.

Hann stóð sig vel og var hann verðlaunaður hjá Ajax sem besti ungi leikmaðurinn.

Stærstu félög Evrópu fylgjast með honum, en þó hefur ekkert formlegt tilboð borist eins og er.

„Barcelona hefur ekki haft samband við mig eða Ajax, en ég hef fengið ákveðnar upplýsingar samt sem áður. Sergino er einn af bakvörðunum í Evrópu sem þeir eru að fylgjast með. Hann er möguleiki ef Nelson Semedo fer," sagði Joes Blakborn, umboðsmaður Dest, við Voetbal international.

„Bayern München vill líka taka Sergino frá Ajax, en í augnablikinu er langt á milli þeirra aðila sem koma að máli."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner