Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mið 20. maí 2020 22:00
Ívan Guðjón Baldursson
Everton gerir metsamning við Hummel
Mynd: Getty Images
Everton er búið að gera nýjan treyjusamning fyrir metupphæð við danska íþróttafataframleiðandann Hummel.

Everton fær 9 milljónir punda yfir þriggja ára tímabil frá Hummel, sem er nýlega búið að gera samning við Bristol City. Hummel er auk þess með samninga við félög á borð við Charlton, Coventry og Middlesbrough á Englandi.

Hummel tekur við af Umbro og mun sjá um allan fatnað félagsins héðan í frá.

Everton er þá búið að segja upp auglýsingasamningi sínum við SportPesa, veðmálafyrirtæki frá Kenía, sem átti að vara í tvö ár til viðbótar. Stjórn félagsins telur það ekki senda jákvæð skilaboð að vera með auglýsingu frá veðmálafyrirtæki framan á treyjunum og vill taka aðra stefnu.

Hummel, stofnað 1923, styrkir danska landsliðið, ÍBV, Fjölni og félög um allan heim. Hummel er stórt merki í handboltaheiminum og styrkir meðal annars Füchse Berlin.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner