Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 20. maí 2020 11:20
Elvar Geir Magnússon
„Höfum auðvitað áhuga á að fá Kolbein og Orra lánaða"
Kolbeinn lék með Fylki í fyrra.
Kolbeinn lék með Fylki í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kolbeinn Birgir Finnsson og Orri Hrafn Kjartansson eru um þessar mundir að æfa með Fylki. Báðir eru þeir uppaldir Fylkismenn.

Kolbeinn, sem er tvítugur U21 landsliðsmaður, er samningsbundinn Dortmund í Þýskalandi þar sem hann spilar fyrir varalið félagsins og Orri er átján ára og er hjá U19 liði Heerenveen.

Kjartan Daníelsson formaður Fylkis segir að félagið hafi að sjálfsögðu áhuga á að fá þá lánaða ef hægt er. Hann segir þó að ekkert sé í gangi í þeim málum.

„Kolbeinn á að mæta aftur til Þýskalands í júlí. Ég býst nú við því að þeir báðir séu klárir í slaginn með okkur ef það er hægt en þetta veltur á þeirra félögum og umboðsmönnum," segir Kjartan.

Hann segir að Fylkir hafi ekki sent beiðni til Dortmund eða Heerenveen.

Kolbeinn lék þrettán leiki með Fylki í Pepsi Max-deildinni í fyrra og skoraði tvö mörk. Orri fór út til Heerenveen sumarið 2018 og mun spila með U21 liði félagsins næsta tímabil.

Sjá einnig:
Orri Kjartans: Allt var á góðu skriði - Stefni alla leið
Kolbeinn: Alveg möguleiki að fá tækifæri með aðalliðinu
Athugasemdir
banner