Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 20. maí 2022 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Ísland um helgina - Meistararnir fara á Hlíðarenda
Víkingur fer á Origo
Víkingur fer á Origo
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan spilar við KA
Stjarnan spilar við KA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er troðfull dagskrá af leikjum í íslenska boltanum um helgina en Íslandsmeistarar Víkings heimsækja Val á Origo-völlinn á sunnudaginn á meðan FH heimsækir Keflavík á HS Orku völlinn í Bestu deild karla.

Þrír leikir eru í Lengjudeild karla í kvöld. Þór fær Grindavík í heimsókn á meðan Afturelding tekur á móti Selfyssingum. Þá mætast Kórdrengir og KV á Framvellinum.

Heil umferð er þá í Bestu deild karla um helgina. Þrír leikir eru á morgun en allir leikirnir eru klukkan 16:00. KA fær Stjörnuna á Dalvíkurvöll og þá fer ÍA til Vestmannaeyja og spilar við ÍBV.

Leiknismenn fara í heimsókn á Meistaravelli og spila við KR.

Risaleikirnir í umferðinni eru á sunnudeginum. Valur og Víkingur eigast við á Origo-vellinum. Víkingar hafa byrjað titilvörnina illa og þurfa á öllum stigunum að halda á meðan Valur er í 3. sæti með 13 stig, þremur stigum meira en Víkingur.

Keflavík fær FH í heimsókn og Breiðablik spilar við Fram á Kópavogsvelli. Blikar hafa unnið alla leiki sína í deildinni og mæta nú liði Fram sem náði í sinn fyrsta sigur í síðustu umferð.

Leikir helgarinnar:

föstudagur 20. maí

Lengjudeild karla
18:00 Þór-Grindavík (SaltPay-völlurinn)
19:15 Afturelding-Selfoss (Malbikstöðin að Varmá)
19:15 Kórdrengir-KV (Framvöllur)

Lengjudeild kvenna
18:00 Tindastóll-HK (Sauðárkróksvöllur)
18:30 Fjölnir-Augnablik (Extra völlurinn)
19:15 Haukar-Fylkir (Ásvellir)

2. deild karla
19:15 Þróttur R.-ÍR (Þróttarvöllur)
19:15 Reynir S.-Ægir (BLUE-völlurinn)
19:15 KFA-Völsungur (Fjarðabyggðarhöllin)
20:15 Magni-Höttur/Huginn (Boginn)

2. deild kvenna
19:15 Grótta-ÍH (Vivaldivöllurinn)
19:15 Hamar-KH (Grýluvöllur)

3. deild karla
19:15 Elliði-Vængir Júpiters (Fylkisvöllur)
19:15 Augnablik-Víðir (Fagrilundur - gervigras)
19:15 KFG-KH (Samsungvöllurinn)

laugardagur 21. maí

Besta-deild karla
16:00 KA-Stjarnan (Dalvíkurvöllur)
16:00 ÍBV-ÍA (Hásteinsvöllur)
16:00 KR-Leiknir R. (Meistaravellir)

Lengjudeild karla
14:00 Þróttur V.-Vestri (Vogaídýfuvöllur)

Lengjudeild kvenna
12:00 Fjarðab/Höttur/Leiknir-FH (Fjarðabyggðarhöllin)

2. deild karla
14:00 Haukar-KF (Ásvellir)
14:00 Víkingur Ó.-Njarðvík (Ólafsvíkurvöllur)

2. deild kvenna
14:00 ÍR-Sindri (ÍR-völlur)
14:00 Álftanes-Einherji (OnePlus völlurinn)

3. deild karla
12:00 Dalvík/Reynir-ÍH (Dalvíkurvöllur)
13:00 KFS-Sindri (Týsvöllur)
14:00 Kormákur/Hvöt-Kári (Sauðárkróksvöllur)

4. deild karla - A-riðill
14:00 Hörður Í.-Árbær (Skeiðisvöllur)

4. deild karla - D-riðill
17:00 Smári-Ýmir (Fagrilundur - gervigras)

4. deild karla - E-riðill
14:00 Samherjar-Spyrnir (Hrafnagilsvöllur)
14:00 Einherji-Hamrarnir (Vopnafjarðarvöllur)
14:30 Boltaf. Norðfj.-Máni (Fjarðabyggðarhöllin)

sunnudagur 22. maí

Besta-deild karla
17:00 Keflavík-FH (HS Orku völlurinn)
19:15 Valur-Víkingur R. (Origo völlurinn)
19:15 Breiðablik-Fram (Kópavogsvöllur)

4. deild karla - B-riðill
17:00 Afríka-Tindastóll (OnePlus völlurinn)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner