Chelsea hefur áhuga á Openda - Arsenal vill Onana - Chelsea hafnar tilboði Atletico
   mán 20. maí 2024 19:28
Brynjar Ingi Erluson
Hlín skoraði bæði mörk Kristianstad - Sjöundi sigur Guðrúnar
Hlín skoraði bæði mörk Kristianstad
Hlín skoraði bæði mörk Kristianstad
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hlín Eiríksdóttir reimaði á sig markaskóna í 2-0 sigri Kristianstad á Växjö í sænsku úrvalsdeildinni í dag.

Framherjinn knái gerði bæði mörk Kristianstad í leiknum. Fyrra markið gerði hún á 10. mínútu en síðara úr vítaspyrnu á 78. mínútu leiksins.

Hlín er nú komin með þrjú mörk í deildinni en hún og Katla Tryggvadóttir byrjuðu í liði Kristianstad. Guðný Árnadóttir kom inn af bekknum.

Þórdís Elva Ágústsdóttir var í liði Växjö en Bryndís Arna Níelsdóttir var fjarri góðu gamni. Kristianstad er í 4. sæti deildarinnar með 15 stig en Växjö í 8. sæti með 9 stig.

Guðrún Arnardóttir og stöllur hennar í Rosengård unnu nauman 1-0 sigur á Hammarby í toppslag. Bæði lið höfðu unnið fyrstu sex leikina í deildinni, en nú er Rosengård með þriggja stiga forystu á toppnum og unnið alla leiki sína.

Íslenska landsliðskonan lék allan leikinn í vörn Rosengård.

Ásdís Karen Halldórsdóttir spilaði þá allan leikinn með Lilleström sem tapaði fyrir Rosenborg, 3-2, í norsku úrvalsdeildinni. Lilleström er í 5. sæti með 15 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner