Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 20. júní 2021 22:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Hvíldi skuggi yfir þessum leik eftir þetta atvik"
Jason sparkar að marki.
Jason sparkar að marki.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðablik, var spurður út í það sem gerðist við Jason Daða Svanþórsson í 4-0 sigrinum á FH í Pepsi Max-deildinni í kvöld.

Jason Daði skoraði í leiknum en féll svo til jarðar eftir um hálftíma leik. Hann var borinn fa velli og fluttur frá Kópavogsvelli í sjúkrabíl.

„Ég sá ekki hvað gerist, en það var óþægilegt fyrir okkur sem stóðum hinum megin að fylgjast með þessu," sagði Óskar Hrafn eftir leikinn.

„Það hvíldi skuggi yfir þessum leik eftir þetta atvik. Það er ágætt að vinna leikinn en þangað til að maður veit að það er allt í lagi með hann, þá er erfitt að vera glaður."

„Ég veit bara að hann var í skanna. Það er beðið eftir niðurstöðu úr rannsóknum sem hann er í. Meira veit ég ekki," sagði Óskar en allt viðtalið má sjá hér að neðan.
Óskar Hrafn: Fylgdum eftir góðum leik gegn Val
Athugasemdir
banner
banner
banner