Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 20. júní 2021 13:30
Victor Pálsson
Laporte útskýrir ákvörðunina að spila fyrir Spán
Mynd: EPA
Aymeric Laporte hefur útskýrt af hverju hann ákvað að velja að spila fyrir Spán frekar en Frakkland. Hann leikur nú með Spánverjum á EM alls staðar.

Laporte var í raun aldrei inni í myndinni hjá Didier Deshcamps, landsliðsþjálfara Frakklands, og ræddi í kjölfarið við Luis Enrique, þjálfara Spánar.

Að lokum vildi Laporte fá að spila en hann lék með yngri landsliðum Frakklands frá 2011 til ársins 2016.

„Þetta er löng saga sem gerðist fyrir löngu. Hann hringdi í mig og sagði frá áhuganum, hann vildi vita hvort ég hefði áhuga á að spila á EM," sagði Laporte.

„Hann sagði að ég gæti spilað fyrir Spán og ég varð hæstánægður. Þú getur ekki gert alla glaða. Þetta er viðkvæmt mál en að lokum verð ég að gera það sem ég tel vera rétt."

„Ég hef alltaf reynt að bera virðngu fyrir öllum og spila miinn leik. Mér líður þægilega og er mjög ánægður."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner