Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 20. júní 2021 08:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Leiknir unnið síðustu 5 gegn Keflavík - „Komið að okkur að sýna að við getum svarað"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflavík og Leiknir mætast í kvöld í nýliðaslag í Pepsi Max-deildinni. Keflavík endaði í efsta sæti Lengjudeildarinnar í fyrra og Leiknir í öðru sæti. Keflavík er með sex stig eftir sjö leiki í deildinni og Leiknir er með átta stig eftir átta leiki.

Leikir liðanna hafa verið hörkuleikir undanfarin ár og var Sævar Atli Magnússon spurður út í þessa slagi í viðtali hér á Fótbolta.net hér á dögunum. Það viðtal má sjá hér neðst í fréttinni.

Sindri Kristinn Ólafsson, markvörður Keflavíkur, var spurður út í leikinn þegar fréttaritari ræddi við hann á föstudag.

„Það hefur myndast einhver slagur milli Keflavíkur og Leiknis. Liðin hafa oft verið í sömu deild undanfarin ár og oftast á svipuðum enda í töflunni. Það er að myndast smá rígur en Leiknismenn hafa haft tögl og hagldir á okkur undanfarin ár," sagði Sindri.

„Það er komið að okkur að sýna að við getum svarað Leiknismönnum. Það gerir leikinn þeim mun skemmtilegri að við höfum unnið í síðasta leik. Þeir eru með átta stig og við með sex. Það setur leikinn í miklu stærra samhengi einhvern veginn, gerir hann mikilvægari fyrir bæði lið. Það er mikið af gulum spjöldum í þessum leikjum, mikil harka en samt allir félagar eftir leik," bætti Sindri við.

Leiknir hefur unnið síðustu fimm viðureignir liðanna, allar í næstefstu deild. Keflavík vann Leikni síðast í deildarleik í seinni leik liðanna í efstu deild sumarið 2015.

Hér að neðan má einnig sjá viðtöl við þjálfara bæði Leiknir og Keflavíkur eftir leiki síðustu umferðar.
Siggi Höskulds: Nokkrir leikmenn brugðust okkur
Sævar Atli bestur í fyrsta þriðjung - Lið hefðu getað ruglað í mér
Siggi Raggi: Þurfa að geta höndlað þessar aðstæður
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner