mán 20. júní 2022 17:02
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið Fram og ÍBV: Fyrsti leikurinn á nýja vellinum
Nýr heimavöllur Fram í Úlfarsárdal.
Nýr heimavöllur Fram í Úlfarsárdal.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nýr heimavöllur Fram í Úlfarsárdal er klár og var vígður um helgina þegar kvennalið liðsins vann sigur gegn KH. Í kvöld er komið að fyrsta leik karlaliðsins á vellinum í sjálfri Bestu deildinni.

Leikur Fram og ÍBV hefst klukkan 18. ÍBV er í neðsta sæti deildarinnar með aðeins þrjú stig og hefur enn ekki náð að landa sigri eftir níu umferðir.

Eftir erfiða byrjun hjá Frömurum þá hefur stigasöfnun þeirra farið í betri farveg. Jón Sveinsson og lærisveinar í Fram eru í áttunda sæti með níu stig.

Beinar textalýsingar:
18:00 Fram - ÍBV
19:15 Breiðablik - KA
19:15 Stjarnan - KR

Fram gerði 2-2 jafntefli við KA á Akureyri í síðustu umferð eftir að hafa verið tveimur mörkum yfir. Tvær breytingar á byrjunarliðinu frá þeim leik. Inn í byrjunarliðið koma Már Ægisson og Þórir Guðjónsson. Út fara Gunnar Gunnarsson og Jesus Yendis.

ÍBV tapaði á Hásteinsvelli gegn Víkingi síðasta miðvikudag 0-3.

Byrjunarlið Fram:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
4. Albert Hafsteinsson
7. Fred Saraiva
9. Þórir Guðjónsson
14. Hlynur Atli Magnússon (f)
17. Alex Freyr Elísson
21. Indriði Áki Þorláksson
23. Már Ægisson
28. Tiago Fernandes
77. Guðmundur Magnússon
79. Jannik Pohl

Byrjunarlið ÍBV:
1. Guðjón Orri Sigurjónsson (m)
2. Sigurður Arnar Magnússon
3. Felix Örn Friðriksson
7. Guðjón Ernir Hrafnkelsson
8. Telmo Castanheira
9. Sito
23. Eiður Aron Sigurbjörnsson (f)
25. Alex Freyr Hilmarsson
28. Halldór Jón Sigurður Þórðarson
42. Elvis Bwomono
99. Andri Rúnar Bjarnason

Beinar textalýsingar:
18:00 Fram - ÍBV
19:15 Breiðablik - KA
19:15 Stjarnan - KR
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner