Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   lau 20. júlí 2019 16:42
Ívan Guðjón Baldursson
3. deild: Fimmti sigur Kórdrengja í röð
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Kórdrengir unnu sinn fimmta deildarleik í röð í dag er þeir heimsóttu sameinað lið Hattar og Hugins.

Magnús Þórir Matthíasson, fyrrverandi leikmaður Keflavíkur og Fylkis, skoraði fyrsta mark leiksins en Ivan Bubalo jafnaði fyrir leikhlé.

Staðan var jöfn þar til undir lokin þegar Kórdrengir gerðu sigurmarkið og tryggðu sér enn einn sigurinn. Þeir eru með 32 stig eftir 13 umferðir. Austfirðingar eru aftur á móti fjórum stigum fyrir ofan fallsvæðið.

Höttur/Huginn 1 - 2 Kórdrengir
0-1 Magnús Þórir Matthíasson ('28)
1-1 Ivan Bubalo ('40)
1-2 Magnús Þórir Matthíasson ('89)

Einherji lagði þá botnlið Skallagríms að velli. Sigurður Donys Sigurðsson og Todor Hristov skoruðu mörkin.

Vopnfirðingar eru um miðja deild, með 19 stig eftir 13 umferðir.

Einherji 2 - 0 Skallagrímur
1-0 Sigurður Donys Sigurðsson ('19)
2-0 Todor Hristov ('57)

Þá áttust Sindri og Reynir Sandgerði einnig við. Reynir komst tvisvar sinnum yfir í leiknum en heimamenn jöfnuðu í bæði skiptin og lokatölur 2-2 jafntefli á Höfn.

Reynir er í fimmta sæti, sex stigum frá toppbaráttunni. Sindri er með fimm stigum minna.

Sindri 2 - 2 Reynir S.
0-1 Theodór Guðni Halldórsson ('9)
1-1 Sigursteinn Már Hafsteinsson ('16)
1-2 Strahinja Pajic ('25)
2-2 Mate Paponja ('53, víti)

Markaskorarar af urslit.net
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner