Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 20. júlí 2021 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Liverpool selur miðjumann til Porto
Marko Grujic er að semja við Porto
Marko Grujic er að semja við Porto
Mynd: Getty Images
Portúgalska félagið Porto er að ganga frá kaupum á serbneska miðjumanninum Marko Grujic en sá kemur frá Liverpool. Þetta kemur fram á portúgalska miðlinum O Jogo.

Grujic er 25 ára gamall og kom til Liverpool frá Rauðu stjörnunni árið 2016. Hann hefur aðeins spilað 16 leiki fyrir félagið en eytt mestum tíma á láni hjá félögum á borð við Cardiff, Herthu Berlín og nú síðast Porto.

Portúgalska félagið var afar ánægt með frammistöðu hans og er nú nálægt því að festa kaup á leikmanninum.

Samkvæmt O Jogo er Grujic lentur í Portúgal og er að ganga frá samningum við félagið. Talið er að kaupverðið sé á milli 15 til 20 milljónir evra.

Liverpool þarf að selja leikmenn til að fjármagna kaupi á öðrum leikmönnum í sumar og er Grujic sá fyrsti sem félagið selur í þessum glugga. Gini Wijnaldum fór á frjálsri sölu til Paris Saint-Germain og þá fór Özan Kabak aftur til Schalke eftir að hafa verið á láni á síðustu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner