Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 20. september 2020 11:56
Ívan Guðjón Baldursson
Wolves er að krækja í Nelson Semedo frá Barcelona
Mynd: Getty Images
Fabrizio Romano greinir frá því að Wolves sé við það að krækja í Nelson Semedo, hægri bakvörð portúgalska landsliðsins og Barcelona.

Semedo verður 27 ára í nóvember og hefur spilað 124 leiki á þremur árum í Barcelona. Hann var keyptur til Barca fyrir rúmlega 30 milljónir evra sumarið 2017.

Semedo á tvö ár eftir af samningi sínum við Barca og er metinn á 40 milljónir evra. Hann á að taka stöðu Matt Doherty sem hægri vængbakvörður.

Úlfarnir voru einnig að krækja í bakvörðinn Ki-Jana Hoever frá Liverpool á dögunum og yrðu þeir í samkeppni við Jonny um byrjunarliðssæti. Hoever getur þó einnig leikið sem miðvörður, á meðan Jonny og Semedo geta leikið bæði hægra og vinstra megin í vörninni.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner