Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 20. september 2022 22:58
Brynjar Ingi Erluson
Án félags en samt valinn í belgíska landsliðið - Spilaði síðast í apríl
Jason Denayer í leik með belgíska landsliðinu
Jason Denayer í leik með belgíska landsliðinu
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Belgíski varnarmaðurinn Jason Denayer er án félags eftir að hafa yfirgefið Lyon í sumar en þrátt fyrir það er hann í belgíska landsliðinu fyrir leikina gegn Hollandi og Wales í Þjóðadeildinni.

Denayer, sem er 27 ára gamall, varð samningslaus í lok júní eftir að hafa spilað fyrir Lyon frá 2018.

Hann var einn af mikilvægustu leikmönnum liðsins en ákvað að söðla um að finna sér nýtt félag.

Það hefur ekki gengið eins vel og hann hafði vonast eftir því hann er enn án félags og ekki spilað keppnisleik síðan 14. apríl er hann byrjaði í 3-0 tapi fyrir West Ham í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.

Eftir það var hann ekkert í hóp hjá Lyon og yfirgaf hann síðan félagið um sumarið.

Það vakti sérstaka athygli að þrátt fyrir að vera án félags og ekki spilað síðan í apríl var hann samt sem áður valinn í belgíska landsliðið fyrir tvo leiki í Þjóðadeildinni í þessum glugga.

Roberto Martinez, þjálfari landsliðsins, heldur tryggð við sinn mann og ætlar að hjálpa honum að finna sér nýtt félag með því að gefa honum mínútur í þessu verkefni.


Athugasemdir
banner
banner