Sancho, Van de Beek, Greenwood, Soule, Todibo, Müller og fleiri góðir koma við sögu í slúðri dagsins
   mið 20. september 2023 23:06
Brynjar Ingi Erluson
Man Utd fengið á sig flest mörk
Mynd: Getty Images
Manchester United hefur fengið á sig flest mörk af öllum úrvalsdeildarliðunum á Englandi.

United tapaði fyrir Bayern München, 4-3, í Meistaradeildinni í kvöld og er liðið því búið að fá á sig fjórtán mörk í öllum keppnum.

Í ensku deildinni hefur liðið fengið á sig tíu mörk og þá bættust fjögur mörk við í kvöld.

Lið á borð við Everton, Wolves, Luton og Burnley hafa öll spilað jafn marga leiki á tímabilinu og United, en liðið spilaði í annarri umferð enska deildabikarsins í ágúst.

Everton hefur fengið næst flest mörk á sig af úrvalsdeildarliðunum eða þrettán mörk. Luton kemur næst á eftir með tólf mörk.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner