Mbappe fær frest frá Real Madrid - Richarlison á óskalista Sádi-Arabíu - Madueke vill yfirgefa Chelsea
banner
   mið 20. september 2023 15:00
Elvar Geir Magnússon
Markvörðurinn sem skoraði var sóknarmaður
Mynd: EPA
Markvörðurinn Ivan Provedel, sem skoraði jöfnunarmark Lazio gegn Atletico Madrid í Meistaradeildinni í gær, lék sem sóknarmaður þar til hann varð fimmtán ára gamall.

Provedel bjargaði stigi með því að jafna 1-1 eftir hornspyrnu í blálok leiksins.

Sjá einnig:
Markvörður Lazio í sögubækurnar - „Ég gæti grínast og sagt að ég hafi lært af Immobile“

Provedel er 29 ára og varð fjórði markvörðurinn sem nær að skora í Meistaradeildinni. Hann segist hafa orðið hrifinn af markvarðarstöðunni þegar hann horfði á vörslur Francesco Toldo á EM 2000.

„Ég spilaði sem sóknarmaður þegar ég var yngri en á ákveðnum tímapunkti hugsaði ég að ef ég gæti ekki orðið markvörður þá myndi ég hætta. Félag nálægt heimabæ mínum gaf mér tækifæri í markinu. Einhver sagði mér að ég væri of seinn til að leggja markvörslu fyrir mig," segir Provedel.

Þess má geta að Toldo varð svo markvarðaþjálfari Provedel þegar hann lék fyrir U20 landslið Ítalíu.
Athugasemdir
banner
banner
banner