Man Utd berst við Arsenal um Gyökeres - Chelsea og Napoli vilja Garnacho - Milan hættir að eltast við Rashford
   mið 20. september 2023 15:44
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Orri byrjar á bekknum í Tyrklandi - Bellingham mætir Bonucci
Orri Steinn
Orri Steinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klukkan 16:45 hefjast tveir leikir í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Real Madrid tekur á móti Union Berlin í C-riðli og Galatasaray tekur á móti FC Kaupmannahöfn.

Orri Steinn Óskarsson byrjar á varamannabekknum hjá FCK. Jacob Neestrup gerir tvær bretingar á liðinu frá síðasta deildarleik. Orri, sem skoraði gegn Nordsjælland, og Roony Bardghji taka sér sæti á bekknum, Jordan Larsson og Lukas Lerager koma inn í liðið.

Jude Bellingham er á sínum stað í byrjunarliði Real Madrid. Á bekknum eru menn eins og Fede Valverde og Toni Kroos. Leonardo Bonucci er í vörninni hjá þýska liðinu.

Byrjunarlið Galatasaray: Muslera, Angelino, Bardakci, Nelsson, Boey, Demirbay, Torreira, Akturkoglu, Mertens, Ziyech, Icardi.

Byrjunarlið FCK: Grabara, Meling, Diks, Vavro, Jelert, Goncalves, Falk, Lerager, Elyounoussi, Larsson, Achouri.



Byrjunarlið Real Madrid: Kepa, Vazquez, Rudiger, Nacho, Alaba, Modric, Tchouameni, Camavinga, Rodrygo, Bellingham, Joselu.

Byrjunarlið Union: Rönnow, Bonucci, Doekhi, Leite, Juranovic, Tousart, Kral, Laidouni, Gosens, Becker, Behrens.

Sjá einnig:
Orri Steinn á auglýsingu með Rashford, Kane og Bellingham
Athugasemdir
banner
banner
banner