Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   mið 20. september 2023 12:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Orri Steinn á auglýsingu með Rashford, Kane og Bellingham
Orri Steinn Óskarsson.
Orri Steinn Óskarsson.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Orri Steinn Óskarsson verður vonandi í eldlínunni í kvöld þegar FC Kaupmannahöfn hefur leik í riðlakeppni Meistaradeildarinnar gegn Galatasaray frá Tyrklandi.

Orri Steinn, sem er nýorðinn 19 ára gamall, hefur verið í flottu hlutverki hjá FCK í byrjun tímabils og gæti leikið stórt hlutverk í Meistaradeildinni.

Orri, sem spilaði sína fyrstu A-landsleiki á dögunum, er fulltrúi FC Kaupmannahafnar í auglýsingu 433 á Instagram fyrir leiki kvöldsins.

Hann er plagginu sem tæplega 68 milljón fylgjendur reikningsins sjá fyrir leiki kvöldsins.

Á plagginu eru einnig leikmenn eins og Marcus Rashford hjá Manchester United, Harry Kane hjá Bayern München og Jude Bellingham hjá Real Madrid.

Hér fyrir neðan má sjá auglýsinguna.


Athugasemdir
banner