Real Madrid setur sig í samband við Dalot - Gyökeres til United eða City - Salah til í eins árs samning - Rooney reynir að bjarga starfinu
   mið 20. september 2023 12:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Orri Steinn á auglýsingu með Rashford, Kane og Bellingham
Orri Steinn Óskarsson.
Orri Steinn Óskarsson.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Orri Steinn Óskarsson verður vonandi í eldlínunni í kvöld þegar FC Kaupmannahöfn hefur leik í riðlakeppni Meistaradeildarinnar gegn Galatasaray frá Tyrklandi.

Orri Steinn, sem er nýorðinn 19 ára gamall, hefur verið í flottu hlutverki hjá FCK í byrjun tímabils og gæti leikið stórt hlutverk í Meistaradeildinni.

Orri, sem spilaði sína fyrstu A-landsleiki á dögunum, er fulltrúi FC Kaupmannahafnar í auglýsingu 433 á Instagram fyrir leiki kvöldsins.

Hann er plagginu sem tæplega 68 milljón fylgjendur reikningsins sjá fyrir leiki kvöldsins.

Á plagginu eru einnig leikmenn eins og Marcus Rashford hjá Manchester United, Harry Kane hjá Bayern München og Jude Bellingham hjá Real Madrid.

Hér fyrir neðan má sjá auglýsinguna.


Athugasemdir
banner
banner