Sancho, Van de Beek, Greenwood, Soule, Todibo, Müller og fleiri góðir koma við sögu í slúðri dagsins
banner
   mið 20. september 2023 14:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Solskjær nefnir fimm leikmenn sem hann vildi kaupa
Ole Gunnar Solskjær.
Ole Gunnar Solskjær.
Mynd: EPA
Ole Gunnar Solskjær, fyrrum stjóri Manchester United, var í ítarlegu viðtali við The Athletic í dag þar sem hann fór yfir stjóratíð sína hjá félaginu.

Hann nefndi meðal annars í viðtalinu nokkra leikmenn sem hann hefði viljað kaupa en náði ekki.

„Ég vildi fá Erling Haaland áður en hann lék sinn fyrsta leik fyrir Salzburg. Ég vildi líka fá Declan Rice en hann hefði ekki kostað eins mikið og hann gerði í sumar," segir Solskjær.

„Við ræddum um Moises Caicedo (áður en hann fór til Brighton) en það var ákveðið að við þyrftum frekar leikmenn sem myndu koma inn og hafa áhrif strax."

„Við vildum fá Jude Bellingham, við vildum það gríðarlega mikið. En hann valdi Borussia Dortmund og ég virði það."

„Ég hefði keypt Harry Kane alla daga vikunnar og minn skilningur er sá að hann vildi koma. En félagið hafði ekki fjármagnið til að ná í hann," sagði Norðmaðurinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner