
„Bara fáránlega vel, þetta er magnað afrek og ég er bara ótrúlega stolt af þessu" sagði Berglind Björg Þorvaldsdóttir eftir að hafa orðið markahæsti leikmaður Breiðabliks frá upphafi.
Spurt var um leikinn.
Lestu um leikinn: Breiðablik 9 - 2 Þór/KA
„Þetta var frábær leikur og við vorum virkilega góðar frá fyrstu mínútu og skorum níu mörk í dag, það er bara mjög gott".
Hvernig fannst þér leikurinn spilast í dag?
„Mér fannst við vera mjög góðar frá upphafi og við klárum leikinn líka vel, þarna ég er mjög ánægð með sigur".
Spurt var um hvernig hugarfarið var eftir að hafa skorað fimm mörk í leiknum og orðin markahæsti leikmaður Breiðabliks frá upphafi.
„Ég pældi ekkert í því þannig séð þegar ég fór í þennan leik, ég vissi alltaf að mig vantaði þrjú mörk upp á það, svo þegar ég heyri í kerfinu ég var orðin markahæst, þá var það bara geggjað og svo bættist tvö bónus mörk í viðbót".
Spurt var um dráttinn gegn Spartak Subotica.
„Við höfum ekki byrjað á preppinu, það eru tvo til þrjá leiki áður en við förum út, Nik verður örugglega með geggjað power point show".
„Gríðarlega spennandi og fengum fínan drátt held ég, þannig að þetta verður skemmtilegt".