Kane gæti tekið við af Lewandowski - Amorim fær pening - Camavinga til Englands?
Ingvar Freyr: Verður einhver helvítis veisla næstu helgi
Berglind Björg: Ég er bara ótrúlega stolt af þessu
Davíð Smári: Hendum þessu frá okkur í einhverja vitleysu
Nik Chamberlain: Hefðum getað skorað fleiri
Lárus Orri: Erum ennþá í miðri á
Einar Guðna: Skilyrði að snúa þessu við
Fær kveðjuleik á Laugardalsvelli: Myndi gera ótrúlega mikið fyrir mig
Stýrði Gróttu í fjarveru Rúnars: Mjög vonsvikinn
Jói Hreiðars: Þær fengu of auðveld færi
Matti Guðmunds: Þetta átti að enda með marki
Donni: Reynir á að sýna kjark og dug
Ashley Brown um endurkomu til Íslands: Svo frábært að ég þurfti að koma aftur
Guðni Eiríksson: Sem betur fer þá hefur FH liðið að einhverju að keppa
Óskar Smári: Eina liðið sem vinnur leik komandi inn í neðri hlutan
Sjáðu lætin á Króknum - Ætluðu að vaða í dómarana
Konni: Bara Derby slagur og við vel stilltir
Sverri Hrafn: Þetta var bara algjör þvæla
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
   lau 20. september 2025 21:27
Arngrímur Alex Ísberg Birgisson
Berglind Björg: Ég er bara ótrúlega stolt af þessu
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Bara fáránlega vel, þetta er magnað afrek og ég er bara ótrúlega stolt af þessu" sagði Berglind Björg Þorvaldsdóttir eftir að hafa orðið markahæsti leikmaður Breiðabliks frá upphafi.

Spurt var um leikinn.


Lestu um leikinn: Breiðablik 9 -  2 Þór/KA

„Þetta var frábær leikur og við vorum virkilega góðar frá fyrstu mínútu og skorum níu mörk í dag, það er bara mjög gott".

Hvernig fannst þér leikurinn spilast í dag?

„Mér fannst við vera mjög góðar frá upphafi og við klárum leikinn líka vel, þarna ég er mjög ánægð með sigur".

Spurt var um hvernig hugarfarið var eftir að hafa skorað fimm mörk í leiknum og orðin markahæsti leikmaður Breiðabliks frá upphafi.

„Ég pældi ekkert í því þannig séð þegar ég fór í þennan leik, ég vissi alltaf að mig vantaði þrjú mörk upp á það, svo þegar ég heyri í kerfinu ég var orðin markahæst, þá var það bara geggjað og svo bættist tvö bónus mörk í viðbót".

Spurt var um dráttinn gegn Spartak Subotica.

„Við höfum ekki byrjað á preppinu, það eru tvo til þrjá leiki áður en við förum út, Nik verður örugglega með geggjað power point show".

„Gríðarlega spennandi og fengum fínan drátt held ég, þannig að þetta verður skemmtilegt".


Athugasemdir