Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   þri 20. október 2020 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið í Meistaradeildinni: Pogba byrjar ekki í París
Meistaradeild Evrópu er byrjuð aftur að rúlla og eru áhugaverðir leikir í keppninni í kvöld.

Sá áhugaverðasti er án efa í París þar sem heimamenn í Paris Saint-Germain taka á móti Manchester United. Þegar þessi lið mættust síðasta í Meistaradeildinni þá vann Man Utd eftirminnilegan sigur í París og komst áfram í 8-liða úrslit keppninnar.

Alex Telles spilar sinn fyrsta leik fyrir United en Paul Pogba er á bekknum, líkt og gegn Newcastle. Angel Di Maria, Neymar og Kylian Mbappe byrja allir fyrir PSG.

Byrjunarlið PSG: Navas, Danilo, Kimpembe, Diallo, Kurzawa, Florenzi, Gueye, Herrera, Neymar, Mbappe, Di Maria.
(Varamenn: Rico, Marquinhos, Rafinha, Kean, Sarabia, Draxler, Bakker, Letellier, Dagba, Pembele, Ruiz-Atil, Fadiga)

Byrjunarlið Man Utd: De Gea, Wan-Bissaka, Tuanzebe, Lindelöf, Shaw, Telles, Fred, McTominay, Fernandes, Rashford, Martial.
(Varamenn: Henderson, Pogba, Mata, James, Fosu-Mensah, Ighalo, Pellistri, Matic, Williams, Van de Beek)

Lazio og Dortmund eigast við í leik sem verður sýndur í beinni á Stöð 2 Sport. Þar byrja Erling Haaland, Jadon Sancho og Jude Bellingham fyrir Dortmund. Sergej Milinkovic-Savic og Ciro Immobile byrja fyrir Lazio.

Byrjunarlið Lazio: Strakosha, Patric, Luiz Felipe, Acerbi, Marusic, Milinkovic-Savic, Lucas Leiva, Alberto, Fares, Correa, Immobile.

Byrjunarlið Dortmund: Hitz, Piszczek, Hummels, Delaney, Meunier, Guerreiro, Witsel, Bellingham, Reus, Sancho, Haaland.

Chelsea tekur á móti Sevilla. Frank Lampard byrjar með sterkt lið og þar á meðal kemur Edouard Mendy inn í markið en hann er nýbúinn að jafna sig af meiðslum.

Byrjunarlið Chelsea: Mendy, James, Thiago Silva, Zouma, Chilwell, Jorginho, Kante, Pulisic, Havertz, Mount, Werner.

Byrjunarlið Sevilla: Bono, Navas, Carlos, Gomez, Acuna, Rakitic, Gudelj, Fernando, Suso, Ocampos, De Jong.

Barcelona mætir þá ungverska félaginu Ferencvaros. Byrjunarlið Barcelona er nokkuð sterkt. Lionel Messi byrjar í fremstu víglínu.

Byrjunarlið Barcelona gegn Ferencvaros: Neto, Roberto, Pique, Lenglet, Dest, Pjanic, De Jong, Trincao, Coutinho, Fati, Messi.

Hér að neðan má sjá alla leiki dagsins í Meistaradeildinni.

Leikir dagsins:

F-riðill:
16:55 Zenit - Club Brugge
19:00 Lazio - Dortmund (Stöð 2 Sport)

E-riðill:
19:00 Rennes - FK Krasnodar
19:00 Chelsea - Sevilla

G-riðill:
16:55 Dynamo Kiev - Juventus (Stöð 2 Sport 4)
19:00 Barcelona - Ferencvaros

H-riðill:
19:00 PSG - Man Utd (Stöð 2 Sport 4)
19:00 RB Leipzig - Istanbul Basaksehir
Athugasemdir
banner
banner