Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   þri 20. október 2020 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Watford sér eftir að hafa ekki kvatt Mariappa
Varnarmaðurinn Adrian Mariappa er án félags eftir að hafa ekki komist að samkomulagi um nýjan samning við Watford.

Mariappa er uppalinn hjá Watford og spilaði fyrir félagið í sjö ár áður en hann skipti til Reading og svo Crystal Palace áður en hann hélt heim aftur eftir fjögurra ára fjarveru.

Hinn 34 ára gamli Mariappa lék rétt tæpa 350 leiki fyrir Watford, þar á meðal 21 er félagið féll úr úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Hann er mikils metinn af stuðningsmönnum félagsins en þegar samningar náðust ekki í sumar var hann látinn fara án neinskonar kveðju.

Markvörðurinn Heurelho Gomes yfirgaf einnig félagið en hann var kvaddur með tilkynningu eins og tíðkast. Engin tilkynning var gefin út þegar Mariappa yfirgaf Watford.

„Það voru stór mistök af minni hálfu og hálfu félagsins að kveðja ekki Mapps. Mér til varnar stóðum við í löngum og ströngum samningsviðræðum til að halda Mapps en að lokum náðum við ekki saman. Þrátt fyrir það ættum við að vera þakklátir Mapps fyrir hans starf í þágu félagsins, hann er alltaf velkominn aftur," sagði Scott Duxbury, forseti og framkvæmdastjóri Watford.

„Við óskum honum alls hins besta í framtíðinni og viðurkennum að það voru slæm mistök af okkar hálfu að kveðja ekki leikmanninn og láta stuðningsmenn vita að samningar hefðu ekki náðst."

Stuðningsmenn Watford voru gífurlega ósáttir þegar þeir komust að því að Mariappa væri ekki lengur hjá félaginu. Þeir eru hneykslaðir á því að hann hafi ekki verið kvaddur með sæmd.
Athugasemdir
banner
banner