Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 20. október 2021 14:25
Elvar Geir Magnússon
Brunavarnarkerfið hélt vöku fyrir mótherjum Man Utd
Leikmenn Atalanta fengu ekki stöðugan svefn.
Leikmenn Atalanta fengu ekki stöðugan svefn.
Mynd: Getty Images
Leikmenn Atalanta vöknuðu fimm sinnum síðustu nótt á hóteli liðsins í Manchester þar sem brunavarnarkerfið var sífellt að fara af stað.

Manchester United og Atalanta mætast í kvöld klukkan 19:00 í Meistaradeildinni.

Eiginkona úkraínska miðjumannsins Ruslan Malinovskyi, Roksana, segir á Instagram, að hún telji að brunavarnarkerfið hafi ekki farið af stað fyrir tilviljun.

„Kerfið fór fimm sinnum af stað eftir að liðið kom. Það var á fullum krafti. Haldið þið að þetta sé tilviljun? Það held ég ekki. Svona móttökur eru skelfilegar. Ég vona að okkar stuðningsmenn svari á sama hátt þegar þeir mæta á hótelið á Ítalíu," skrifar Roksana á Instagram.

Daily Mail segir að kerfið hafi farið í gang 4:51, 5:00, 5:36, 6:11, 6:31 og 7:13. Miðað við það hafa leikmenn fengið ansi lítinn nætursvefn eftir klukkan 5.

Manchester United mun ferðast til Bergamó í næsta mánuði en liðin leika á Gewiss leikvangnum þann 2. nóvember.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner