Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 20. nóvember 2019 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Alex Þór spenntur að vinna með Óla Jóh - „Ferilskráin talar sínu máli"
Alex Þór Hauksson
Alex Þór Hauksson
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Alex Þór Hauksson, leikmaður Stjörnunnar, ræddi komandi tímabil í Pepsi Max-deildinni og þjálfaramál félagsins en hann er spenntur fyrir samstarfinu.

Ólafur Jóhannesson skrifaði undir tveggja ára samning við Stjörnuna á dögunum en hann og Rúnar Páll Sigmundsson munu þjálfa liðið saman.

Ólafur er með afar mikla reynslu en á fimm árum sínum hjá Val vann hann Íslandsmeistaratitilinn og bikarinn í tvígang. Hann var þá einnig sigursæll hjá FH þar sem hann vann deildina þrisvar og bikarinn einu sinni auk þess sem hann þjálfaði íslenska landsliðið í fjögur ár.

Alex er lykilmaður í liði Stjörnunnar en hann segir að félagið viti nákvæmlega hvað það er að fara út í.

„Ég get ekki beðið eftir að koma heim í Stjörnuna og leggja mitt af mörkum þar. Það segja allir að þetta sé langt undirbúningstímabil en ég lít á þetta að það sé meiri tími til að bæta sig og vera tilbúinn fyrir næsta tímabil þar sem við ætlum að gera vel," sagði Alex Þór við Fótbolta.net eftir 3-0 tap U20 ára liðsins gegn Englandi í gær.

„Ég er aðeins búinn að hitta hann og hann er mjög skemmtilegur. Ég er spenntur fyrir þessu samstarfi og hef fulla trúa á því að þeir viti nákvæmlega út í hvað þeir eru að fara."

„Klárlega. Ég hef fulla trú á þessu og reynslumiklir þjálfarar. Ég hef meiri reynslu af Rúnari sem er einn sá færasti sem ég hef unnið með og ferilskrá Óla Jóh talar sínu máli. Ég er gríðarlega spenntur sem og allir í liðinu,"
sagði hann um þjálfaramálin.
Alex Þór: Reyndi að leiða strákana áfram
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner