Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 20. nóvember 2019 16:14
Elvar Geir Magnússon
Alfreð spilar ekki meira á árinu
Alfreð meiddist gegn Tyrklandi.
Alfreð meiddist gegn Tyrklandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þýska félagið Augsburg verður án Alfreðs Finnbogasonar í þeim sjö leikjum sem félagið á eftir á þessu ári.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Þessi þrítugi sóknarmaður meiddist á öxl síðasta fimmtudag þegar íslenska landsliðið gerði markalaust jafntefli gegn Tyrklandi.

Alfreð hefur verið óheppinn með meiðsli síðustu ár en hann hefur skorað tvö mörk í níu leikjum með Augsburg á þessu tímabili. Hann missti af næstum helmingi leikja liðsins á síðasta tímabili vegna meiðsla.

„Ég mun gera allt sem ég get til að búa mig vel undir seinni hluta tímabilsins, eftir að vetrarhléinu lýkur," segir Alfreð.

Augsburg er í 15. sæti þýsku deildarinnar, stigi frá fallsvæðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner