Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 20. nóvember 2019 18:00
Ívan Guðjón Baldursson
Mourinho sagður fá tvöfalt hærri laun en Pochettino
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho er tekinn við Tottenham og greina enskir fjölmiðlar á borð við Mirror og Sun og frá því að hann muni fá 15 milljónir punda í árslaun.

Sú upphæð er næstum tvöfalt hærri heldur en forveri hans, Mauricio Pochettino, fékk frá félaginu.

Pochettino gerði góða hluti hjá Tottenham en tókst þó ekki að vinna titil við stjórnvölinn. Hann kom liðinu óvænt í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í vor og skrifaði undir nýjan samning sem var í kringum 8 milljón punda virði á ári.

Tottenham er þriðja félagið sem Mourinho tekur við á Englandi. Hann hefur tvisvar sinnum tekið við Chelsea og Manchester United einu sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner