Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
   fös 20. nóvember 2020 22:54
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: 433.is 
Kristófer Jónsson líklega á leið í Val
Kristófer í leik gegn Gróttu síðasta vetur.
Kristófer í leik gegn Gróttu síðasta vetur.
Mynd: Hulda Margrét
Kristófer Jónsson, leikmaður Hauka, er að öllum líkindum að ganga í raðir Vals.

Heimildir 433.is herma að Haukar hafi samþykkt tilboð Vals í miðjumanninn.

Kristófer er sautján ára gamall og lék sína fyrstu leiki með Haukum í 1. deildinni í fyrra.

Í sumar tók hann þátt í öllum tuttugu deildarleikjum Hauka og skoraði fjögur mörk.

Kristófer hefur skorað eitt mark í tíu unglingalandsleikjum til þessa.
Athugasemdir
banner