Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   þri 21. janúar 2020 20:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimilislaus maður fór á sinn fyrsta leik og brosti sínu breiðasta
West Brom, topplið Championship-deildarinnar, tapaði óvænt fyrir Stoke City á heimavelli í gær.

Margir ef ekki flestir stuðningsmenn West Brom voru fúlir í gærkvöldi með leikinn, en þeirra brosti sínu breiðasta. Sá stuðningsmaður heitir Sean og er heimilislaus.

Hann er stuðningsmaður West Brom en hafði aldrei farið á leik hjá sínu ástkæra félagi.

Sean fékk að fara á völlinn í fyrsta sinn í gær. Einn stuðningsmaður, sem er ársmiðahafi hjá West Brom, vann miða á leikinn og þar sem hann var nú þegar með miða á leikinn, þá ákvað hann að bjóða Sean.

Hér að neðan má sjá myndir af Sean á leiknum, en gleðin hreinlega skín úr andlitinu á honum.


Athugasemdir
banner