Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 21. janúar 2020 20:21
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Henderson varði víti Jesus en var kominn af línunnni
Dean Henderson.
Dean Henderson.
Mynd: Getty Images
Dean Henderson, markvörður Sheffield United sem er á láni frá Manchester United, er að eiga mjög góða byrjun í leik Sheffield United og Manchester City sem er núna í gangi.

Henderson er ástæðan fyrir því að staðan er enn 0-0 því hann varði vítaspyrnu frá Gabriel Jesus.

Pep Guardiola, stjóri Man City, og félagar á bekknum voru hins vegar ekki sáttir. Þeir vildu að vítaspyrnan yrði tekin aftur þar sem Henderson var kominn með báða fætur af marklínunni.

Markvörður verður að hafa að minnsta kosti annan fótinn á línunni þegar vítaspyrnan er tekin. VAR sá í þetta skiptið ekki til þess að vítið yrði tekið aftur.

Myndband af vítinu má sjá hérna og þá er mynd hér að neðan.


Athugasemdir
banner