banner
   þri 21. janúar 2020 10:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Solskjær svarar Neville: Leitum leiða til að styrkja hópinn
Mynd: Getty Images
Manchester United er í leit að leikmönnum til að styrkja leikmannahóp sinn.

Miðjumennirnir Paul Pogba og Scott McTominay eru frá vegna meiðsla og þá er óvíst með þáttöku Marcus Rashford næstu mánuðina vegna bakmeiðsla.

Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, svaraði spurningum um félagaskiptamarkaðinn í morgun.

„Núna er ekki rétti tíminn til að ræða hvaða leikmenn við erum að skoða," sagði Solskjær. Hann svaraði þá einnig gagnrýni Gary Neville.

Sjá einnig:
Neville skilur ekki af hverju Woodward er ennþá hjá Man Utd

„Við erum að einbeita okkur að leiknum gegn Burnley. Við erum alltaf að leita leiða til að bæta hópinn, við erum að reyna efla félagið en núna, Gary, er ekki tími til að ræða þessi mál"

„Við vitum að við erum ekki á þeim stað sem við viljum vera en það er undir okkur komið að koma okkur á þann stað," sagði Solskjær.
Athugasemdir
banner
banner
banner