Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   fim 21. janúar 2021 11:00
Magnús Már Einarsson
Bjartsýnn á að Lindelöf spili gegn Liverpool
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, er bjartsýnn á að varnarmaðurinn Victor Lindelöf verði klár í slaginn gegn Liverpool í enska bikarnum á sunnudag.

Lindelöf var öflugur í markalausu jafntefli gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi.

Hann var hins vegar fjarri góðu gamni þegar Manchester United lagði Fulham í gær.

„Hann er ekki slæmur en hann er ennþá í smá vandræðum með bakið á sér," sagði Solskjær eftir leikinn í gær.

„Ég taldi að það væri betra ef hann myndi vera heima, æfa og vera klár um helgina."
Athugasemdir