Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 21. janúar 2021 19:05
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Liverpool og Burnley: Shaqiri heldur sætinu - Salah á bekkinn
Matip kominn til baka
Mynd: Getty Images
Englandsmeistarar Liverpool taka á móti Burnley í eina leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Viðureignin hefst klukkan 20:00 og hafa byrjunarliðin verið staðfest.

Jürgen Klopp gerir þrjár breytingar á liðinu sem gerði markalaust jafntefli við Manchester United um helgina. Xherdan Shaqiri átti flottan leik og heldur sæti sínu í liðinu.

Joel Matip er loksins kominn aftur úr meiðslum og byrjar við hlið Fabinho í hjarta varnarinnar. Matip tekur stöðu Jordan Henderson í liðinu, en fyrirliðinn er óvænt utan hóps og tekur Georginio Wijnaldum við fyrirliðabandinu.

Divock Origi og Alex Oxlade-Chamberlain koma einnig inn í byrjunarliðið. Þeir koma inn fyrir Roberto Firmino og ofurstjörnuna Mohamed Salah.

Sean Dyche gerir þá tvær breytingar á liðinu sem tapaði fyrir West Ham um helgina. Charlie Taylor kemur inn fyrir Erik Pieters á meðan hinn öflugi Dwight McNeil tekur stöðu Jóhanns Bergs Guðmundssonar á kantinum. Jóhann Berg og Pieters byrja á bekknum.

Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Matip, Fabinho, Robertson, Oxlade-Chamberlain, Thiago, Wijnaldum, Shaqiri, Origi, Mane.
Varamenn: Kelleher, Milner, Firmino, Salah, Jones, Minamino, Tsimikas, Phillips, Williams.

Burnley: Pope, Lowton, Tarkowski, Mee, Taylor, Brady, Westwood, Brownhill, McNeil, Barnes, Wood.
Varamenn: Peacock-Farrell, Cork, Guðmundsson, Stephens, Rodriguez, Pieters, Bardsley, Vydra, Long.
Athugasemdir
banner
banner