Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 21. janúar 2021 09:20
Magnús Már Einarsson
Meistaradeildin áfram á Stöð 2 Sport í samstarfi við Viaplay
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Stöð 2 Sport hefur tryggt sér sýningarrétt að stærstu félagsliðakeppnum Evrópu í knattspyrnu og mun sýna frá Meistaradeild Evrópu, Evrópudeildinni og nýrri keppni, UEFA Europe Conference League, frá 2021 til 2024. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu í dag.

Sýningarréttinum er deilt með NENT Group, sem starfrækir Viaplay á Íslandi. Slíkt fyrirkomulag er þekkt víða um heim, í Noregi deila sem dæmi Nent og TV2 sýningarrétti Meistaradeildar Evrópu.

„Aldrei hefur verið meira úrval af áskriftarleiðum í boði hjá Stöð 2 Sport og er hægt að tryggja sér aðgang frá aðeins kr. 3.990 á mánuði. Verð á Stöð 2 Sport hefur lækkað reglulega frá kaupum Sýnar hf. á stöðinni og tryggir nýr samningur um sýningarrétt áðurnefndra keppna að áskrifendur Stöðvar 2 Sports hafa áfram aðgang að besta íþróttaefni heims á hagstæðara verði en áður," segir í tilkynningunni.

,Auk þess að sýna leiki Meistaradeildar Evrópu og Evrópudeildarinnar er Stöð 2 Sport einnig með sýningarréttinn á Íslandi að enska bikarnum, enska deildabikarnum, ensku 1. deildinni, spænska og ítalska boltanum, NBA, NFL, spænska körfuboltanum og öllum sterkustu golfmótum heims. Þar að auki er Stöð 2 Sport með metnaðarfulla dagskrárgerð í íslenskum íþróttum – knattspyrnu, handknattleik og körfubolta."

„Það er Stöð 2 Sport mikið ánægjuefni að geta boðið áfram upp á úrvalsefni fyrir sína áskrifendur. Meira en 100 leikir Meistaradeildarinnar, Evrópudeildarinnar og Conference League verða sýndir árlega á Stöð 2 Sport og þeim gerð ítarleg skil í öruggum höndum færustu lýsenda og sérfræðinga landsins í vinsælustu íþrótt heims."


Eiríkur Stefán Ásgeirsson, forstöðumaður Stöðvar 2 Sport: „Það er ánægjulegt að ná að tryggja áframhaldandi útsendingar og innlenda þáttagerð tengdri Meistaradeildinni, Evrópudeildinni og svo spennandi nýjungar, Conference League, þar sem íslensk félagslið geta mögulega verið þátttakendur."

„Samstarfið við Viaplay er í takt við þróun víða um heim þar sem algengt er að sýningarréttum sem þessum sé deilt. Stöð 2 Sport hefur útvíkkað ýmiskonar samstarf undanfarið og selur t.a.m. í dag aðgang að NFL Game Pass á frábæru verði og fljótlega mun samskonar samstarfi við NBA vegna NBA League Pass verða ýtt úr vör. Þessu fylgir svo fjölbreytt innlend dagskrárgerð í ýmsu formi tengdum útsendingum.“

Athugasemdir
banner
banner