fös 21. janúar 2022 09:55
Atli Arason
Mino Raiola á gjörgæslu
Mino Raiola er umboðsmaður Zlatan Ibrahimović
Mino Raiola er umboðsmaður Zlatan Ibrahimović
Mynd: Getty Images
Umboðsmaðurinn Mino Raiola var lagður inn á gjörgæsludeild ítalska spítalans San Raffaele miðvikudaginn 12. janúar þar sem hann gekkst undir aðgerð. Það er þýska blaðið BILD sem greinir frá þessu.

Talsmenn Raiola segja ástand hans stöðugt og heilsan sé á uppleið frá því að hann var lagður inn fyrir níu dögum síðan með alvarlega lungnabólgu.

Raiola er með leikmenn á borð við Paul Pogba og Erling Haaland á sínum snærum en þeir tveir hafa mikið verið í fréttum undanfarið vegna mögulegra félagaskipta í sumar.

Það er ljóst að lítið mun þokast áfram í þeim málum á meðan Raiola er ekki heill heilsu en áhrif Raiola í fótboltaheiminum ná víða þar sem ítalski umboðsmaðurinn er með hátt í 80 knattspyrnumenn í sinni forsjá.
Athugasemdir
banner
banner