Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 21. janúar 2023 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Orðaður við Arsenal og Man Utd en vill frekar framlengja samning sinn
Marco Asensio og Luka Modric
Marco Asensio og Luka Modric
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Spænski leikmaðurinn Marco Asensio þráir ekkert heitara en að framlengja samning sinn við Real Madrid en samningurinn rennur út í sumar.

Asensio, sem er 26 ára gamall, hefur verið á mála hjá Real Madrid frá 2014 en hann kom til félagsins frá Real Mallorca.

Síðan þá hefur hann spilað rúmlega 250 leiki og skorað 52 mörk en aldrei tekist að festa byrjunarliðssæti.

Asensio er á samningsári og er sá möguleiki fyrir hendi að hann yfirgefi Madrídinga í sumar en bæði Arsenal og Manchester United eru á eftir kappanum samkvæmt spænsku blöðunum.

Þessi fjölhæfi sóknarmaður hefur engan áhuga á að daðra við önnur félög og vill helst af öllu framlengja samning sinn við Madrídinga.

„Það er verið að ræða hlutina og sjáum hvert það leiðir. Ég er einbeittur og er bara að hugsa um næsta leik. Ég vona að það rætist eitthvað úr þessu, því ég vil framlengja samninginn og vera hjá Real Madrid til langs tíma, en það er ekki bara undir mér komið. Það mikilvægasta er að ég sé ánægður og að íþróttahliðin sé í lagi,“ sagði Asensio við Marca.
Athugasemdir
banner
banner
banner