Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 21. mars 2019 17:30
Arnar Helgi Magnússon
Giggs mjög ánægður með Woodburn
Mynd: Getty Images
Ben Woodburn skoraði sigurmark Wales þegar liðið mætti Trínidad og Tóbagó í vináttuleik í gærkvöldi. Hann skoraði af stuttu færi eftir langa sókn undir lok leiksins.

Saga Woodburn á þessu tímabili hefur verið stórfurðuleg en hann var lánaður frá Liverpool til Sheffield United. Honum tókst ekki að brjóta sér leið inn í liðið og sneri aftur til Liverpool skömmu síðar og hefur spilað með unglinga- og varaliðinu.

Í janúar átti hann möguleika á því að fara á lán til Hull en ekkert varð úr skiptunum og er hann því enn í varaliði Liverpool. Þrátt fyrir það er hann mikilvægur partur af velska landsliðinu.

Ryan Giggs, landsliðsþjálfari Wales er ánægður með Woodburn.

„Woodburn er í frábæru líkamlegu formi og liðin sem að við mætum eru farin að hræðast hann. Hann hefur æft mjög vel og við sjáum mikla bætingu á honum," segir Giggs.

„Hann er hjá frábæru félagi (Liverpool) sem að heldur vel utan um hann og getur hjálpað honum að bæta sig."

Athugasemdir
banner
banner